Skógarhóll
Hér er lítil síða um starfið okkar hér á Skógarhóli. Neðst er linkur til að skoða fleiri myndir af deginum. Það þarf að ýta á myndir af deginum eða myndavélina til að fá upp myndasíðuna.
ferð á
Hvalasafnið
Á miðvikudaginn fórum við á Hvalasafnið. Til þess að komast þangað urðum við að taka tvo strætóa og labba. Börnin höfðu mikið orð á því hvað það væri mikill vindur í Reykjavík en ekki í Kópavogi. Við löbbuðum um safnið og skoðuðum hvalina og svo fengum við að horfa á smá brot úr heimildamynd um hvali. Það þótti börnunum áhugavert.
Við borðuðum svo nesti hjá Gerðasafni á leiðinni heim og skelltum okkur svo á hoppubelginn.
Elda
Börnin
Við ákváðum að fara af stað með nýja stund þar sem börnin fengu tækifæri til að elda sinn eigin hádegismat. Við ákváðum að byrja á að elda Mexikó-kjúklingasúpu. Börnunum var skipt í fjóra hópa, sem skiptust á að koma og elda. Hver hópur fékk misjöfn verkefni eins og að skera grænmeti, setja krydd, baunir og fleira ofaní súpuna. Súpan var því samvinnuverkefni allra barnanna. Börnin voru áhugasöm og fannst súpan afskaplega góð hjá sér.
Með þessu vildum við sýna börnunum ferlið og vinnuna sem fer í að elda matinn, gefa þeim tækifæri til að elda sjálf og einnig var þetta mikið samvinnuverkefni allra barnanna.
útskriftarferð
2017
barna á urðarhóli
Útskriftarferð barna fædd 2017 á Urðarhóli var á mánudaginn. Þá fórum við í rútu upp í Guðmundarlund og eyddum þar deginum. Börnin nutu sín í frjálsum leik en við fórum einnig í risastórt hlaup í skarðið og skógarferð í minni hópum. Það sem stóð líklega uppúr hjá börnunum var þó þegar ísbíllinn mætti á svæðið og börnin fengu að velja sér ís.
Myndir frá deginum
afmæli
Hrafn einar
6 ára
Líf og fjör á
Skógarhóli
Það hefur verið mikið líf og fjör á Skógarhóli. Börnunum finnst mjög gaman að leika sér á skólalóðinni en kastalinn og fótboltavöllurinn hefur staðið uppúr.
Leikhúsferð í
Götuleikhúsið
Götuleikhúsið bauð okkur á leiksýningu. Við tókum strætó
og lékum okkur fyrir utan Lindaskóla meðan við biðum
eftir að leiksýningin byrjaði.
Göngutúr
Hlíðargarður og smáraskÓli
Á mánudaginn áttum við rólegan morgunn þar sem við nutum þess að sólin lét sjá sig. Við fórum svo niður á Urðarhól að gæða okkur á soðinni ýsu. Eftir mat fórum við í dágóðan göngutúr. Við löbbuðum í Hlíðargarðinn og því næst á skólalóð Smáraskóla. Börnin voru ótrúlega dugleg að labba og þótti mjög gaman að leika sér í nýjum aðstæðum.
Ljúfur dagur í
Fossvogsdal
Á þriðjudaginn tókum við daginn rólega inni um morguninn. Lékum í frjálsum leik og fengum okkur svo ávexti. Eftir ávexti tókum við strætó nr.35 í Fossvogsdal. Við stoppuðum fyrst í Snælandsskóla og lékum í leiktækjunum þar og fórum í fótbolta.
Við grilluðum pylsur í dalnum, hoppuðum á hoppu belgnum, fórum í aparóluna, lékum í leiktæjunum og nutum þess að vera í náttúrunni. Börnin voru ótrúlega dugleg og allir voru alsælir með daginn.
Elda
Börnin
Á miðvikudaginn elduðu börnin pasta. Börnunum var skipt í hópa og allir fengu sér verkefni í eldamennskunni.
Sjóða pasta, skera grænmeti í salat, búa til sósuna, skera niður hráefni í sósuna og fleira.
Börnunum þykir þetta ótrúlega skemmtilegt og eru svo stollt af afrekinu.
Allir borðuðu mjög vel.
Við hvetjum ykkur til að elda með börnunum heima. Það er ótrúlegt hvað þau borða vel þegar þau fá að taka þátt í eldhúsinu.
Sólardagur
Á skógarhóli
Á fimmtudaginn lék veðrið við okkur. Við nýttum daginn úti að leika. Börnin spiluðu fótbolta, krítuðu, héldu áfram að smíða og léku sér í hinum ýmsu leikjum.
Við fórum á Urðarhól að borða fiskibollur og lékum okkur aðeins á lóðinni í leiðinni.
Krakkarnir voru glaðir að komast í sandkassann að leika og fór þar fram stór sandkastalakeppni um stærsta sandkastalann. Keppnisskapið kom þar fram í mörgum…
Við röltuðum svo á ærslabelginn og sumum varð svo heitt að þau ákváðu að kæla sig sem fór aðeins lengra en bara kæling.
Á leiðinni heim stoppuðum við á Rútstúni meðan við náðum í brauð fyrir kaffitímann.
Æðislegur dagur í alla staði og börnin glöð með daginn.
föstu-
Dagurinn
A föstudaginn nýttum við veðrið í botn. Kíktum rétt inn til að borða á Urðarhóli. Toppurinn á deginum var líklega þegar við fórum í leiki á Urðarhólstúninu.
Takk fyrir frábæra daga á Skógarhóli og gangi ykkur öllum vel í Kársnesskóla.
afmæli
Flóki og albert
Til hamingju með sex ára afmælið strákar